Krosskönguló veiðir hrossaflugu

Ágætu lesendur
Ég og félagi minn urðum vitni að einstökum viðburð. Við vorum bara að spjalla saman þegar ég tók eftir tveimur hrossaflugum. Þar var líka krosskönguló búin að spinna vef. Þegar hrossaflugan ætlaði að fara festist hún í vef köngulóarinnar og þá var ekki að sökum að spyrja. Köngulóin réðst á hrossafluguna og pakkaði henni saman. En þá er sagan ekki öll því kötturinn Lillý skarst í leikinn. Kisan kramdi köngulóna með loppunni. Við það datt hún á jörðina. Lillý hætti ekki fyrr en hún var búin að éta hrossafluguna. Eins og máltækið segir “eins dauði er annars brauð”. Hér má sjá myndbandið